Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að ráð ESB - 577 svör fundust
Niðurstöður

Hvað útskýrir ólíka nálgun Norðurlandanna gagnvart Evrópusambandinu?

Ófáar kenningar hafa verið smíðaðar til útskýringar á þeim ólíku leiðum sem Norðurlöndin hafa kosið sér í Evrópusamrunanum. Á meðal þess sem haldið hefur verið fram er að hagsmunir ráðandi atvinnuvega í löndunum hafi haft afgerandi áhrif á afstöðuna til aðildar að sambandinu. Aðrar kenningar útskýra ólíka nálgun N...

Mannréttindadómstóll Evrópu

Mannréttindadómstóll Evrópu (European Court of Human Rights, ECHR) var stofnaður árið 1959 á grundvelli Mannréttindasáttmála Evrópu og tryggir að aðildarríki Evrópuráðsins (Council of Europe) virði þau réttindi sem kveðið er á um í sáttmálanum. Dómstóllinn hefur ekki formleg tengsl við ESB. Mannréttindadómstól...

Hver verður framtíð ESB? [Umræðusvar B]

Það er einkum tvennt sem þarf að hafa í huga þegar menn velta fyrir sér framtíð Evrópusambandsins. Í fyrsta lagi þarf að leita aftur til þeirra hugmynda sem leiddu til samstarfsins og þess jarðvegs sem það spratt upp úr. Í öðru lagi má líta á samstarf Evrópuríkja á vettvangi Evrópusambandsins sem viðbragð við eða ...

Hvað stendur í bókun 9 við EES-samninginn?

Bókanir við EES-samninginn nýtast til túlkunar á ákvæðum samningsins og eru mikilvægur þáttur í því að tryggja einsleita framkvæmd samningsins á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Fjallað er um eðli bókana við EES-samninginn í svari við spurningunni Hvað er átt við með bókunum og viðaukum í sambandi við EES-samninginn...

Hvernig aflar maður sér fjár 12 ára?

Á Íslandi er börnum yngri en 13 ára almennt bannað að vinna. Börn undir þeim aldri mega þó vinna við heimilisaðstoð á einkaheimilum og í fjölskyldufyrirtækjum, ef um er að ræða létt verk sem vara í skamman tíma og teljast hvorki skaðleg né hættuleg börnum. Einnig er heimilt að ráða börn undir 13 ára aldri til að t...

Af hverju voru stofnríki Evrópusamstarfsins ekki fleiri en þessi sex?

Kola- og stálbandalagið var stofnað árið 1952 en Kjarnorkubandalag Evrópu og Efnahagsbandalag Evrópu voru stofnuð árið 1958. Sex ríki, Belgía, Frakkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg og Vestur-Þýskaland, stofnuðu þessi þrjú bandalög sem runnu síðar saman í Evrópusambandið. Þessi sex ríki áttu margt sameiginlegt á...

Hver er stefna ESB í umhverfismálum?

Stefna Evrópusambandsins í umhverfismálum miðar að því að vernda umhverfið og stuðla að sjálfbærri þróun. Stefnan byggir á fyrirbyggjandi aðgerðum gegn umhverfisspjöllum og styðst við mengunarbótaregluna sem segir að sá sem er ábyrgur fyrir mengun og umhverfisspjöllum skuli greiða kostnaðinn. Löggjöf ESB á sviði u...

Svæðanefndin

Svæðanefnd Evrópusambandsins (e. Committee of the Regions) var komið á fót með Maastricht-sáttmálanum árið 1994 í þeim tilgangi að efla aðkomu sveitarstjórna og annarra svæðisbundinna yfirvalda í aðildarríkjunum að ákvarðanatökuferli sambandsins. Svæðanefndin gegnir ráðgefandi hlutverki gagnvart Evrópuþinginu, fra...

Félagsmálasjóður Evrópu

Félagsmálasjóði Evrópu (e. European Social Fund, ESF) var komið á fót árið 1958 en kveðið var á um stofnun hans þegar í stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu. Sjóðurinn er einn af uppbyggingarsjóðunum, ásamt Byggðaþróunarsjóði og Samheldnisjóði, sem hafa það hlutverk að framkvæma byggðastefnu Evrópusambandsins. ...

Brussel-sáttmálinn

Brussel-sáttmálinn (e. Brussels Treaty) eða Samrunasáttmálinn (e. Merger Treaty) var samþykktur árið 1967 en með honum voru bandalögin þrjú, Efnahagsbandalag Evrópu (EBE), Kjarnorkubandalag Evrópu og Kola- og stálbandalag Evrópu, færð undir einn hatt í í stjórnsýslu. Upp frá því starfaði ein sameiginleg framkvæmda...

Af hverju vill framkvæmdastjórn ESB gerast aðili að málarekstri eftirlitsstofnunar EFTA gegn Íslandi?

Krafa framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að hafa meðalgöngu í máli eftirlitsstofnunar EFTA gegn Íslandi í svonefndu Icesave-máli er í fullu samræmi við reglur og markmið EES-samstarfsins og þarf ekki að koma á óvart í ljósi málavaxta. Ákvörðunin ber þess vitni að framkvæmdastjórnin telur sig hafa hagsmuna að ...

Hver er samningsafstaða Íslands í kaflanum um orkumál?

Samningskaflinn um orkumál heyrir að hluta til undir EES-samninginn. Í samningsafstöðu sinni samþykkir Ísland regluverk kaflans en sækist jafnframt eftir fimm undanþágum frá löggjöf ESB. Í fyrsta lagi óskar Ísland þess að vera undanskilið skyldum sambandsins um viðhald á lágmarksbirgðum af olíu. Í öðru lagi sækist...

Hverjar eru nýjustu breytingarnar á landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins?

Í júní 2013 voru nýjustu endurbæturnar á sameiginlegri landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins kynntar. Þar með lauk löngu viðræðuferli landbúnaðarráðherra sambandsins og írsk stjórnvöld önduðu léttar, enda mikill þrýstingur á þeim að klára viðræðurnar áður en formennskutímabili þeirra í ráðinu lyki. Nýju endurbæturna...

Hvernig bregst ESB við ef ráðist er á eitt ríki í sambandinu, fara þá öll ríkin í stríð?

Evrópusambandið er ekki hernaðarbandalag og fela sáttmálar þess ekki í sér sameiginlega varnarskuldbindingu álíka og 5. grein stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins um að árás á eitt ríki jafngildi árás á þau öll. Aðildarríki Evrópusambandsins eru því ekki skyldug til að fara í stríð ef ráðist er á eitt aðildarríki...

Evrópska efnahagssvæðið

Evrópska efnahagssvæðið (EES; European Economic Area, EEA) nær til allra 28 aðildarríkja ESB og þriggja ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (European Free Trade Association, EFTA), Íslands, Liechtensteins og Noregs. Það var stofnað árið 1994 með samningi milli EFTA-ríkjanna Íslands, Liechtensteins, Noregs, Sviss, Aus...

Leita aftur: